Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 20. september 2022 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óhætt að segja að Frank sé mikill aðdáandi Saliba
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn William Saliba hefur leikið afskaplega vel með Arsenal í upphafi tímabils.

Saliba, sem er 21 árs gamall, var á láni hjá Marseille á síðasta tímabili þar sem hann vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu.

Hann hefur svo fengið traustið hjá Arsenal í upphafi þessa tímabils og staðið sig mjög vel. Það er allavega óhætt að segja að Thomas Frank, stjóri Brentford, sé aðdáandi leikmannsins.

Brentford mætti Arsenal um síðustu helgi og tapaði 0-3. Eftir leik talaði Frank um Saliba.

„Saliba, úff. Hann verður landsliðsmaður hjá Frakklandi, ég er viss um það. Hann verður byrjunarliðsmaður þar fljótlega í mjög sterku landsliði," sagði Frank eftir leikinn.

Saliba er ótrúlega spennandi leikmaður sem fróðlegt verður að fylgjast með.


Athugasemdir
banner
banner
banner