Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. september 2022 10:05
Elvar Geir Magnússon
Pochettino fundar óvænt með Nice
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frönskum fjölmiðlum þá mun Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, funda með forráðamönnum Nice í dag.

Pochettino var rekinn frá Paris Saint-Germain í sumar, þrátt fyrir að stýra liðinu til franska meistaratitilsins.

Nice hefur byrjað tímabilið illa, eftir að hafa endað í fimmta sæti í frönsku deildinni á síðasta tímabili. Liðið er nú í tólfta sæti og er aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Lucien Favre, fyrrum stjóri Dortmund, tók aftur við Nice í sumar eftir að Christoph Galtier yfirgaf félagið til að taka við PSG af Pochettino.

FootMercato segir að Nice geti gengið að launakröfum Pochettino sem gæti því óvænt tekið við liðinu. Pochettino var orðaður við Manchester United í sumar en enska félagið ákvað að ráða Erik ten Hag.
Athugasemdir
banner