Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. september 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
Potter vill Kane - Ramos orðaður við Man Utd
Powerade
Potter vill Harry Kane.
Potter vill Harry Kane.
Mynd: EPA
Goncalo Ramos (til hægri) er orðaður við Manchester United.
Goncalo Ramos (til hægri) er orðaður við Manchester United.
Mynd: EPA
Liverpool hefur áhuga á Mykhailo Mudryk.
Liverpool hefur áhuga á Mykhailo Mudryk.
Mynd: EPA
Luis Suarez mun staldra stutt við.
Luis Suarez mun staldra stutt við.
Mynd: Getty Images
Velkomin með okkur í slúðurpakkann. Kane, Mudryk, Rodgers, Gomes og fleiri í pakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Graham Potter, stjóri Chelsea, vill að tilboð sé gert í enska sóknarmanninn Harry Kane (29) og er tilbúinn að bjóða Romelu Lukaku (29) til Tottenham í skiptum. (Calciomercato)

Christoph Freund (45), sem hefur verið talinn líklegastur til að taka við sem íþróttastjóri Chelsea, gæti haldið sig hjá RB Salzburg. (The Athletic)

Manchester United hefur sett sig í samband við umboðsmenn portúgalska sóknarmannsins Goncalo Ramos (21) hjá Benfica. Newcastle og Bayern München hafa einnig áhuga á leikmanninum sem er metinn á 25 milljónir punda en er með 100 milljóna punda riftunarákvæði. (Sun)

Æðstu menn Manchester United eru ósammála um kaupstefnu félagsins. Erik ten Hag vill fá inn fleiri menn í janúar en Richard Arnold framkvæmdastjóri vill bíða til næsta sumars. (The Athletic)

Manchester City ætlar að blanda sér í slag við Chelsea og Tottenham um slóvakíska varnarmanninn Milan Skriniar (27) hjá Inter næsta sumar. (Star)

Liverpool hefur áhuga á Mykhaylo Mudryk (21), vængmanni Shaktar Donetsk í Úkraínu, sem hefur verið líkt við Neymar. (Calciomercato)

Leicester getur ekki rekið Brendan Rodgers þar sem félagið þyrfti að borga honum 10 milljónir punda í starfslokagreiðslur. (Sun)

Ef Leicester rekur Rodgers mun félagið horfa til Mauricio Pochettino, Rafael Benítez og Sean Dyche. (Sun)

Liverpool er með miðjumanninn Joao Gomes (21) hjá Flamengo í Brasilíu undir smásjánni. Jurgen Klopp telur miðsvæðið vera vandamál sem þurfi að leysa. (TalkSport)

Franski varnarmaðurinn Benjamin Pavard (26) íhugaði að yfirgefa Bayern München í sumar. Manchester United, Chelsea, Paris St-Germain, Atletico Madrid og Juventus hafa áhuga á leikmanninum. (Telefoot)

West Ham hefur tjáð argentínska vængmanninum Manuel Lanzini (29) það að honum sé frjálst að yfirgefa félagið í janúar og reyndi að finna mögulegan kaupanda lok sumargluggans. (Football Insider)

Barcelona hefur áhuga á að fá spænska vængmanninn Marco Asensio (26) á frjálsri sölu frá Real Madrid þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Úrúgvæski landsliðsmaðurinn Luis Suarez (35) mun aðeins vera eitt tímabil í heimalandinu með Nacional. Forseti félagsins hefur staðfest að Suarez fari eftir tímabilið. (ESPN)

Bayern München hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við stjórann Julian Nagelsmann. Bæjarar eru í fimmta sæti Bundesligunnar eftir tap gegn Augsburg um helgina. (Sky Sports)

Ensk úrvalsdeildarfélög eru að fylgjast með Ansgar Knauff (20), vængmanni Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Honum er líkt við Arjen Robben. (Sport1)
Athugasemdir
banner
banner
banner