lau 20. október 2018 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fyrsti sigur Cardiff kom í fyrsta leik Arons
Burnley beið afhroð gegn Man City - Tottenham á skriði
Aron tekur myndir með stuðningsmönnum fyrir leikinn. Aron spilaði 77 mínútur og stóð sig mjög vel.
Aron tekur myndir með stuðningsmönnum fyrir leikinn. Aron spilaði 77 mínútur og stóð sig mjög vel.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Newcastle.
Rafa Benitez, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Lamela tryggði Tottenham sigur.
Lamela tryggði Tottenham sigur.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson spiluðu með sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Annar þeirra er sáttur með dagsverkið, hinn ekki.

Landsliðsfyrirliðinn er eflaust mjög sáttur. Hann sneri aftur í lið Cardiff eftir meiðsli og hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þetta var fyrsti leikur Arons á tímabilinu og fyrsti sigur Cardiff.

Aron átti hörkuleik og spilaði stórt hlutverk í þessum sigri. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Cardiff.


Jóhann Berg Guðmundsson, hinn Íslendingurinn sem var í eldlínunni í dag, spilaði allan leikinn þegar Burnley fékk skell gegn Manchester City, 5-0. City er á toppi deildarinnar með 23 stig.

Newcastle í vandræðum - Tottenham
Newcastle er í miklum vandræðum. Liðið hefur farið afar illa af stað. Lærisveinar Rafa Benitez töpuðu á heimavelli gegn Brighton í dag, 1-0. Newcastle er aðeins með tvö stig og er á botni deildarinnar. Brighton er um miðja deild með 11 stig.

Tottenham lagði West Ham og er með 21 stig í þriðja sæti. Erik Lamela tryggði Tottenham sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Þá vann Watford góðan 2-0 sigur gegn Watford og Bournemouth og Southampton gerðu markalaust jafntefli.

Hér að neðan eru úrslitin í þeim leikjum sem voru að klárast.

Bournemouth 0 - 0 Southampton

Cardiff City 4 - 2 Fulham
0-1 Andre Schurrle ('11 )
1-1 Josh Murphy ('15 )
2-1 Bobby Reid ('20 )
2-2 Ryan Sessegnon ('34 )
3-2 Callum Paterson ('65 )
4-2 Kadeem Harris ('87 )

Manchester City 5 - 0 Burnley
1-0 Sergio Aguero ('17 )
2-0 Bernardo Silva ('54 )
3-0 Fernandinho ('56 )
4-0 Riyad Mahrez ('83 )
5-0 Leroy Sane ('90 )

Newcastle 0 - 1 Brighton
0-1 Beram Kayal ('29 )

West Ham 0 - 1 Tottenham
0-1 Erik Lamela ('44 )

Wolves 0 - 2 Watford
0-1 Etienne Capoue ('20 )
0-2 Roberto Pereyra ('21 )

Sjá einnig:
England: Ótrúleg dramatík hjá Chelsea og Man Utd
Byrjunarlið Huddersfield og Liverpool: Klopp gerir breytingar
Athugasemdir
banner
banner
banner