lau 20. október 2018 19:53
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Frakkland: Rúnar Alex fékk á sig tvö í tapi Dijon
Rúnar Alex Rúnarsson leikur með Dijon í Frakklandi.
Rúnar Alex Rúnarsson leikur með Dijon í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dijon 1-2 Lille
0-1 Nicolas Pepe, víti ('21)
0-2 Luiz Araujo ('43)
1-2 Mehdi Abeid, víti ('81)

Rúnar Alex Rúnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Dijon í kvöld þegar liðið fékk Lille í heimsókn.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og þeir komust yfir á 21. mínútu þegar Nicolas Pepe skoraði.

Luiz Araujo bætti við öðru marki Lille undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 0-2 í hálfleik.

Mehdi Abeid minnkaði muninn fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu en nær komust þeir ekki og 1-2 sigur Lille því niðurstaðan.

Lille fer með sigrinum í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Dijon er í verri málum, þeir eru í 16. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner