Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. október 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Howe segir umræður um félagskipti ekki trufla Ake
Nathan Ake hefur blómstrað síðan hann gekk í raðir Bournemouth.
Nathan Ake hefur blómstrað síðan hann gekk í raðir Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth hefur fullyrt að Bournemouth hafi engan áhuga á því að selja Nathan Ake sem er undir smásjánni hjá Tottenham og Manchester United.

Howe segist sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af orðrómum um félagskipti Ake. Ake hefur spilað vel fyrir félagið eftir að hann gekk endanlega í raðir félagsins í júní árið 2017. Hann er í dag einn af lykilmönnum félagsins.

Frammistaða hans hefur vakið áhuga liða á borð við Tottenham og Manchester United en Howe segir að þessi 23 ára gamli leikmaður láti orðrómana ekki trufla sig.

„Ég tel þetta vera hrós fyrir Nathan og það hvernig hann hefur spilað síðan hann kom hingað. Hann hefur sýnt mikinn stöðugleika. Hann nældi í leikmannaverðlaunin á síðasta tímabili og hefur haldið forminu áfram,” sagði Howe.

„Að hann skuli vera orðaður við þessi félög er góðs viti. En það þýðir ekki að við séum að missa hann. Hann er risastór hluti af því sem við erum að gera. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á Nathan. Hann er svo góður persónuleiki að þetta mun ekki trufla hann neitt.”

Bournemouth situr í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig fyrir leiki helgarinnar og eru í leit að sínum þriðja sigri í röð gegn Southampton í dag.
Athugasemdir
banner
banner