Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 20. október 2018 14:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Hræðileg úrslit fyrir okkur
Mynd: Getty Images
„Við vorum besta liðið á vellinum," voru orð Jose Mourinho, stjóra Manchester United, í viðtali á Sky Sports eftir 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Fyrir leiki hefði eitt stig verið góð úrslit en miðað við hvernig leikurinn spilaðist eru þetta hræðileg úrslit fyrir okkur og mögnuð úrslit fyrir Chelsea."

Chelsea jafnaði metin í 2-2 þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum.

„Við stjórnuðum þeirra bestu leikmönnu, Jorginho og Hazard voru í strangri gæslu. Eftir að við komumst í 2-1 fengum við stöður til að bæta við þriðja markinu, við stjórnuðum leiknum."

„Ég vona að hver og einn einasti dómari geri það sama og Mike Dean og gefi sex mínútur í uppbótartíma, ég veit ekki hvaðan þessar sex mínútur komu. Við reyndum alltaf að spila, við vorum ekki að tefja neitt."

Anthony Martial átti frábæran leik fyrir Man Utd og skoraði bæði mörk liðsins. Hann uppskar hrós frá Mourinho fyrir frammistöðu sína.

„Martial er að bæta sig, hann gerir hlutina öðruvísi en áður. Hann er fullkomnari leikmaður en áður en hann getur enn bætt sig. Hann er með gífurlega hæfileika."

„Ég er ánægður með allt fyrir utan úrslitin. Þetta eru hræðileg úrslit fyrir okkur."

Man Utd er eftir leikinn í áttunda sæti með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner