Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. október 2018 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar tjáir sig um sögusagnir - „Fake news"
Mynd: Getty Images
Í vikunni var talað um það í spænskum fjölmiðlum að Brasilíumaðurinn Neymar myndi vilja komast aftur til Barcelona.

Sagt var að hann þrái að fara aftur til Barcelona eftir þetta tímabil og sakni meðal annars Lionel Messi, Luis Suarez og Ivan Rakitic. Einnig var sagt að Neymar ætti erfitt með að gíra sig í leiki PSG í frönsku deildinni og að hann líti enn á Barcelona sem sitt félag.

Neymar var keyptur fyrir um 198 milljónir til PSG á síðasta ári en hann hefur verið orðaður við endurkomu til Katalóníu.

Það virðist hins vegar ekki mikið að marka þessar fréttir ef trúa má því sem Neymar segir.

Neymar tjáir sig um sögusagnirnar á Instagram. Þar birtir hann forsíðufrétt frá spænska dagblaðinu Mundo Deportivo og stimplar hann fréttina með stórum stöfum „fake news" eða „falsfréttir". Þetta er hugtak sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur notað mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner