lau 20. október 2018 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri: Spiluðum leikinn þeirra - Eru líkamlega sterkari
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, gat leyft sér að vera nokkuð sáttur með lokaniðurstöðuna gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag, að minnsta kosti úr því sem komið var.

Chelsea jafnaði metin í 2-2 þegar nokkrar sekúndur voru eftir af uppbótartímanum.

Chelsea var mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 1-0 að honum loknum. En í seinni hálfleik var United sterkara liðið og virtist ætla að landa 2-1 sigri, áður en Ross Barkley jafnaði á síðustu stundu.

„Við spiluðum mjög vel fyrsta klukkutímann en síðan spiluðum við leik United. Þetta varð að leik sem snýst um líkamlega hlutann og United er líkamlega sterkari en við," sagði Sarri eftir leikinn.

„Ég er ósáttur við síðasta hálftímann. Að lokum er eitt stig nóg fyrir okkur."

Það sauð allt upp úr á lokamínútunum þegar einn af aðstoðarmönnum Sarri fór og fagnaði fyrir framan Jose Mourinho, stjóra Man Utd.

„Ég sá ekki hvað gerðist en ég talaði við Mourinho. Ég skil það að við vorum ekki í rétti þarna. Ég talaði við aðstoðarmanninn minn, ég tók á þessu strax."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner