Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 20. október 2018 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Starfsmaðurinn baðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Chelsea og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það var mikil dramatík á lokamínútunum en Chelsea jafnaði þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Starfsmaður Chelsea fagnaði markinu með því að hlaupa að Jose Mourinho, stjóra Man Utd. Mourinho brást reiður við og ætlaði að hlaupa í starfsmanninn áður en hann var róaður niður.

Starfsmaðurinn er einn af aðstoðarmönnum Maurizio Sarri, stjóra Chelsea og heitir hann Marco Ianni.

Mourinho var auðvitað spurður í atvikið eftir leikinn en hann vildi segja sem minnst. Ianni baðst afsökunar.

„Þetta voru 97 mínútur af frábærum fótbolta, einbeitið ykkur að því," sagði Mourinho.

„Ég er ekki pirraður. Það sem gerðist með aðstoðarmann Sarri, Sarri var fyrstur til að koma til mín og hann sagðist ætla að leysa þetta. Aðstoðarmaðurinn kom svo til mín og baðst afsökunar. Ég sagði honum að þetta væri allt í góðu, ég hef gert mörg mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner