Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. október 2018 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Ensku strákarnir að standa sig - Alfreð spilaði
Sancho hefur vakið mikla athygli.
Sancho hefur vakið mikla athygli.
Mynd: Getty Images
Alfreð spilaði með Augsburg.
Alfreð spilaði með Augsburg.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Reiss Nelson.
Reiss Nelson.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni eftir mjög svo öruggan sigur á Stuttgart á útivelli í dag. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Dortmund.

Englendingurinn efnilegi Jadon Sancho kom Dortmund eftir aðeins þrjár mínútur. Sancho, sem er fæddur árið 2000, hefur verið að vekja mikla athygli í þýska boltanum en hann kom þangað á síðasta ári. Hann yfirgaf Manchester City og fór til Dortmund. Sancho spilaði í síðustu viku sinn fyrsta A-landsleik fyrir England.


Marco Reus og hinn sjóðheiti Paco Alcacer bættu við mörkum fyrir Dortmund fyrir leikhlé. Alcacer er á láni hjá Dortmund frá Barcelona en Dortmund stefnir að því að kaupa hann næsta sumar.

Maximilian Philipp gerði fjórða mark Dortmund á 85. mínútu og lokatölur því 4-0.

Dortmund er á toppi deildarinnar með 20 stig en því næst koma erkifjendurnir í Bayern München með 16 stig. Bayern, sem hélt ansi athyglisverðan blaðamannafund í gær kláraði Wolfsburg á útivelli, 3-1.

Alfreð Finnbogason spilaði 58 mínútur í markalausu jafntefli Augsburg gegn RB Leipzig. Augsburg er í níunda sæti en RB Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar.

Bayer Leverkusen og Hannover gerðu líka jafntefli en sá leikur endaði 2-2.

Ekki bara Sancho sem er að springa út í Þýskalandi
Jadon Sancho er ekki eini ungi Englendingurinn sem er að standa sig vel í Þýskalandi því Reiss Nelson sem spilar með Hoffenheim er að líka að gera flotta hluti.

Nelson er fæddur 1999 en hann er á láni hjá Hoffenheim frá Arsenal. Nelson skoraði tvennu þegar Hoffenheim hafði betur gegn Nurnberg, 3-1.

Hoffenheim er í áttunda sæti. Nurnberg er í 14. sæti.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar í þeim leikjum sem búnir eru í dag. Klukkan 16:30 er leikur Schalke og Werder Bremen.

Bayer 2 - 2 Hannover
0-0 Wendell ('7 , Misnotað víti)
0-1 Florent Muslija ('25 )
1-1 Lars Bender ('34 )
1-2 Felipe ('54 )
2-2 Karim Bellarabi ('90 )
Rautt spjald:Felipe, Hannover ('57)

Stuttgart 0 - 4 Borussia D.
0-1 Jadon Sancho ('3 )
0-2 Marco Reus ('23 )
0-3 Paco Alcacer ('25 )
0-4 Maximilian Philipp ('85 )

Augsburg 0 - 0 RB Leipzig

Wolfsburg 1 - 3 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('30 )
0-2 Robert Lewandowski ('48 )
1-2 Wout Weghorst ('63 )
1-3 James Rodriguez ('72 )
Rautt spjald:Arjen Robben, Bayern ('58)

Nurnberg 1 - 3 Hoffenheim
1-0 Hanno Behrens ('18 , víti)
1-1 Reiss Nelson ('50 )
1-2 Reiss Nelson ('57 )
1-3 Adam Szalai ('67 )
Athugasemdir
banner
banner