Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. október 2018 07:35
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn hættur með íslenska landsliðinu
Icelandair
Viðar í útileiknum gegn Sviss í Þjóðadeildinni í september.
Viðar í útileiknum gegn Sviss í Þjóðadeildinni í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji Rostov, hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í íslenska landsliðið en frá þessu greinir hann á Instagram í dag.

Viðar var ónótaður varamaður í síðustu tveimur landsleikjum gegn Frakklandi og Sviss.

„Elskaði hvert einasta augnablik með landsliðinu en nú er kominn tími á að hætta. Tími á næstu kynslóð. Þakka ykkur fyrir allt," sagði Viðar á Instagram.

Viðar spilaði sinn fyrsta landsleik í maí 2014 en hann hefur skorað tvö mörk í nítján landsleikjum.

Undanfarin ár hefur Viðar verið inn og út úr landsliðshópnum en hann var ekki í lokahópnum á EM 2016 og á HM í sumar.

Athugasemdir
banner
banner