Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: NSÍ á ekki lengur möguleika á titlinum
Guðjón og aðstoðarmaður hans Jens Martin Knudsen.
Guðjón og aðstoðarmaður hans Jens Martin Knudsen.
Mynd: NSÍ
Næst síðasta umferðin í færeysku úrvalsdeildinni var spiluð í heild sinni á þessum sunnudegi.

Lærisveinar Guðjóns Þórðarson í NSÍ Runavík eiga ekki lengur möguleika á titlinum eftir tap gegn Klaksvík á útivelli, 3-2.

NSÍ komst yfir í leiknum, en Klaksvík brást vel við og komst í 3-1. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Klaksvík.

NSÍ er núna níu stigum á eftir tveimur efstu liðunum, Klaksvík og B36 þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Það verður úrslitaleikur í lokaumferðinni þegar B36 og Klaksvík mætast á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Heimir Guðjónsson er að stýra sínum síðustu leikjum hjá HB, sem vann 3-0 sigur gegn TB Tvoroyri á heimavelli. Brynjar Hlöðversson var ekki með HB í dag, hann var í leikbanni.

Heimir er að klára sitt annað tímabil hjá HB, en hann er að taka við Val að tímabilinu loknu. Hann gerði liðið að deildarmeisturum á síðustu leiktíðum og bikarmeisturum á þessu tímabili.

HB er í fjórða sæti færeysku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner