fim 20. október 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
EA Sports í samstarf við Meistaradeild kvenna
Mynd: EA Sports
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports er orðinn opinber samstarfsaðili UEFA Women's Football sem sér meðal annars um allar opinberar UEFA keppnir í kvennaflokki.


Þar á meðal er Meistaradeild Evrópu sem verður innlimuð í FIFA 23 leikinn sem kom út fyrr í haust. Meistaradeild kvenna verður því aðgengileg í FIFA 23 en þar má finna þónokkuð af íslenskum landsliðskonum.

Glódís Perla Viggósdóttir, hjá FC Bayern, er talin vera best þeirra og fær 81 af 100 mögulegum stigum í FIFA 23. Sara Björk Gunnarsdóttir, hjá Juventus, er næstbest með 80 stig og svo koma Sveindís Jane Jónsdóttir hjá Wolfsburg og Dagný Brynjarsdóttir hjá West Ham með 79 stig.

Útsláttarkeppnin verður aðgengileg í FIFA 23 snemma á næsta ári en riðlakeppnin er nýfarin af stað með leikjum sem voru spilaðir í gærkvöldi.

„Við erum himinlifandi að EA Sports hafi ákveðið að verða samstarfsaðili UEFA Women's Football," segir Nadine Kessler sem er yfir kvennafótboltanum hjá UEFA.

Markmið samstarfsins við EA Sports er að auka aðgengi að kvennafótbolta og auka áhuga stelpna á íþróttinni.

EA Sports er níundi opinberi samstarfsaðili UEFA Women's Football á tímabilinu ásamt Euronics, Grifols, Heineken, Just Eat, Takeaway, PepsiCo, Visa, adidas og Hublot.


Athugasemdir
banner
banner
banner