fim 20. október 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hildur Karítas framlengir við Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hildur Karítas Gunnarsdóttir er búin að gera nýjan tveggja ára samning við Aftureldingu sem gildir út keppnistímabilið 2024.


Hildur Karítas er fædd 1998 og var lykilmaður í liði Aftureldingar í sumar eftir að hafa verið fengin til félagsins frá Haukum.

Hildur Karítas skoraði fjögur mörk í fimmtán leikjum í Bestu deildinni og var látin spila hinar ýmsu stöður á vellinum.

Hildur var lykilmaður í liði Hauka áður en hún var fengin yfir til Aftureldingar og verður áhugavert að fylgjast með henni í Lengjudeildinni næsta sumar.

„Afturelding fagnar því að Hildur hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hana taka næstu skref með liðinu," segir í færslu frá Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner