Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Darwin hefði getað verið kominn með þrennu í hálfleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Jürgen Klopp var ánægður með dýrmæt stig sem Liverpool náði í gegn West Ham United í gærkvöldi.


Liverpool vann annan deildarleikinn í röð, 1-0, eftir slæma byrjun á tímabilinu. Liðið er í sjöunda sæti sem stendur, með 16 stig eftir 10 umferðir.

„Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Við vorum mjög góðir stærstan hluta leiksins en þó ekki allan tímann. Eina vandamálið var að við spiluðum ekki okkar fótbolta allar 95 mínútur leiksins," sagði Klopp.

„Við spiluðum frábæran fótbolta á köflum og sköpuðum veruleg vandamál fyrir andstæðingana. Þeir lögðu allt í sóknina á lokakaflanum en við vörðumst vel og við vissum það fyrir leikinn að við þyrftum að verjast vel til að fá einhver stig. Mér fannst við verðskulda þennan sigur þó við höfum kannski verið smá heppnir undir lokin."

Darwin Nunez gerði eina mark leiksins á 22. mínútu en gestirnir fengu frábær tækifæri til að jafna. Alisson Becker átti stórleik á milli stanganna þar sem hann varði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og svo varði hann dauðafæri frá Tomas Soucek undir lokin.

„Vítavarslan var stórkostleg, ég skil ekki hvernig Ali fór að þessu því vítaspyrnan var mjög vel tekin. Ég hafði áhyggjur að hann hafi ekki verið með tærnar á marklínunni og þess vegna hélt ég aftur að mér í fögnuðinum. Nú til dags veit maður aldrei hvenær má byrja að fagna.

„Þetta var gríðarlega mikilvæg markvarsla eftir flottan fyrri hálfleik þar sem við vorum óheppnir að skora ekki meira. Darwin hefði getað verið kominn með þrennu í hálfleik með smá heppni.

„Darwin var frábær í kvöld, hann er virkilega hæfileikaríkur sóknarmaður og við erum gríðarlega spenntir fyrir honum."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner