Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Samúel Már valinn í lið vikunnar í bandaríska háskólaboltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Varnarmaðurinn öflugi Samúel Már Kristinsson var valinn í lið vikunnar í bandaríska háskólaboltanum.


Samúel Már hefur verið mikilvægur hlekkur í varnarlínu KV undanfarin ár en nú reynir hann fyrir sér hjá Old Dominion University í bandaríska háskólaboltanum.

Hann hefur verið að gera góða hluti þar og var valinn í lið vikunnar eftir góða frammistöðu í 2-1 sigri gegn Marshall University.

Samúel Már er fæddur árið 2000 og spilaði 14 leiki með KV í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa leikið 20 leiki í 2. deildinni í fyrra og 20 leiki í 3. deildinni þar áður. KV féll úr Lengjudeildinni í haust og leikur því í 2. deildinni á ný næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner