Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Barcelona mætir Villarreal í stórleik
Lewandowski er markahæstur í La Liga með 9 mörk og 3 stoðsendingar eftir 9 umferðir.
Lewandowski er markahæstur í La Liga með 9 mörk og 3 stoðsendingar eftir 9 umferðir.
Mynd: EPA

Það fara þrír leikir fram í spænska boltanum í kvöld og lýkur veislunni á stórleik Barcelona gegn Villarreal.


Barcelona er í öðru sæti deildarinnar og þarf sigur til að minnka bilið á milli sín og Real Madrid niður í þrjú stig.

Börsungar hafa farið vel af stað á deildartímabilinu en viðureign kvöldsins gæti reynst afar erfið þar sem Villarreal er með góða leikmenn innanborðs og vann síðustu innbyrðisviðureign liðanna. 

Villarreal hefur þó ekki farið neitt sérlega vel af stað á tímabilinu og er í sjöunda sæti með 15 stig eftir 9 umferðir.

Almeria tekur þá á móti Girona áður en Osasuna og Espanyol eigast  við í hinum leikjum kvöldsins.

Leikir kvöldsins:
17:00 Almeria - Girona
18:00 Osasuna - Espanyol
19:00 Barcelona - Villarreal


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner