Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk: Mikilvægt að eiga markvörð í heimsklassa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Liverpool vann sinn annan deildarleik í röð og þriðja leik í röð í öllum keppnum þegar West Ham kíkti í heimsókn í gærkvöldi.


Darwin Nunez skoraði eina mark leiksins og voru heimamenn í Liverpool óheppnir að bæta ekki öðru marki við en um leið heppnir að halda markinu hreinu.

Alisson Becker átti stórleik á milli stanganna og varði meðal annars vítaspyrnu frá Jarrod Bowen og algjört dauðafæri frá Tomas Soucek í sigrinum.

„Við erum gríðarlega ánægðir með annan sigur og að hafa haldið hreinu. Þetta var mjög erfitt undir lokin þegar voru komnir með fjóra sóknarmenn á völlinn en við sýndum frábæra baráttu og vörðumst vel. Við gerðum þetta líka í síðasta leik (gegn Manchester City)," sagði miðvörðurinn kröftugi Virgil van Dijk að leikslokum.

„Við spilum fyrir eitt af stærstu félagsliðum í heimi og það er mikilvægt að hafa svona heimsklassa markvörð eins og Alisson. Hann var frábær í dag sérstaklega þegar hann varði þessa vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé.

„Það var mikilvægt að halda hreinu og spila góðan leik. Við vorum sérstaklega góðir í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað annað mark en þetta snýst allt um stigin og við náðum í þau."

Van Dijk hrósaði að lokum Nunez sem gerði eina mark leiksins og komst nálægt því að bæta öðru við.

„Hann er ótrúlega efnilegur og er enn að læra inn á leikmannahópinn og hvernig liðið spilar saman. Hann er að spila góðan fótbolta þó hann sé ekki ennþá búinn að læra ensku! Þetta er frábær nútíma sóknarmaður sem mun skapa alskyns vandræði fyrir varnarmenn."


Athugasemdir
banner
banner
banner