mán 20. nóvember 2017 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Hughton og Hughes ósammála um vítaspyrnuna
Mynd: Getty Images
Mark Hughes og Chris Hughton, knattspyrnustjórar Stoke og Brighton, eru ósammála um hvort Brighton hefði átt að fá vítaspyrnu eða ekki í fyrri hálfleik.

Liðin skildu jöfn í fjörugum fjögurra marka leik í kvöld en áttu heimamenn í Brighton líklega að fá vítaspyrnu þegar Ryan Shawcross virtist brjóta á Glenn Murray innan teigs.

„Ég sá atvikið mjög vel og mér fannst þetta vera vítaspyrna. Ég er vonsvikinn með að ekkert hafi verið dæmt, það voru tveir dómarar í fullkomnu sjónfæri og hefðu getað gefið vítaspyrnuna en gerðu ekki," sagði Hughton, stjóri Brighton, að leikslokum.

Hughes var ósammála kollega sínum og segir að Murray hafi verið að leita sér að vítaspyrnu og að dómarinn hafi gert rétt að dæma ekki.

„Drengurinn reyndi að fá snertingu frá Ryan Shawcross til að detta niður. Mér fannst dómarinn taka rétta ákvörðun."

Hughton segist vera ánægður með jafnteflið þrátt fyrir allt og segir að sínir menn verði að vera raunsæir.

„Við þurfum að líta á raunveruleikann. Við erum að spila við lið sem eru betri en við og ef við getum ekki unnið leiki, þá er mikilvægt að tapa þeim allavega ekki. Við erum mjög stoltir af því að vera taplausir í síðustu fimm leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner