Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. nóvember 2017 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Fjórða tapið í röð hjá Karabukspor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kardemir Karabuk 0 - 2 Kasimpasa
0-1 Franck Etoundi ('58)
0-2 Emem Eduok ('72)

Ólafur Ingi Skúlason kom inná rétt fyrir leikhlé er Karabukspor tapaði sínum fjórða deildarleik í röð.

Franck Etoundi og Emem Eduok gerðu mörk Kasimpasa í dag og höfðu heimamenn í Karabukspor engin svör.

Ólafur Ingi hefur verið byrjunarliðsmaður hjá félaginu hingað til en var tekinn úr byrjunarliðinu fyrir leikinn í dag.

Karabukspor er með 8 stig eftir 12 umferðir í fallbaráttu tyrknesku deildarinnar. Liðið er eitt þriggja liða sem eru í fallsæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner