Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands - Einar Örn velur sitt lið
Icelandair
Einar Örn Jónsson fékk sér kaffibolla og valdi byrjunarlið Íslands.
Einar Örn Jónsson fékk sér kaffibolla og valdi byrjunarlið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert er í liðinu hjá Einari.
Albert er í liðinu hjá Einari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir Þjóðadeildina er næsta verkefni íslenska landsliðsins undankeppni EM 2020 en hún hefst í mars næstkomandi. Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að velja besta byrjunarlið Íslands miðað við að allir séu heilir heilsu.

Hér að neðan má sjá liðið sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, skilaði inn. Einar stillir liðinu upp í 4-4-1-1.

„Því miður, eða kannski sem betur fer, er ekki mikið um að okkar fastamenn séu undir neinni sérstakri pressu að vera slegnir út. Helst er það Albert sem hefur heillað og hans tækni og hraði gæti gert eitthvað fyrir okkur. Aðrir eru öruggir með sitt, þó sumir þeirra séu bara öruggir með sitt af því aðrir hafa ekki náð að bæta sig alveg nóg til að ógna þeim almennilega," sagði Einar um val sitt.

Aðspurður um næstu menn inn í liðið nefndi Einar þá Rúnar Alex Rúnarsson, Sverri Inga Ingason, Birki Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbein Sigþórsson.

„Það mætti náttúrulega skella Sverri Inga í vörnina og vonandi verður Kolli aftur nógu ferskur til að verða byrjunarliðsmaður aftur. Birkir Bjarna hefur alltaf skilað sínu, sama hvar hann hefur spilað en ég set Albert frekar til að fá meira óvænt inn í okkar leik. Arnór Sigurðar er svo klárlega framtíðarmaður en hann þarf að fá sinn tíma líka til að læra og þroskast. Rúnar Alex virðist alltaf fá á sig vafasöm mörk sem eiga svo að vera einhverju öðru um að kenna en hans er framtíðin, hún mætti bara koma aðeins hraðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner