Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. nóvember 2021 06:00
Victor Pálsson
Áhugi Liverpool á Diaz er eðlilegur
Mynd: EPA
Það er eðlilegt að að Liverpool sé orðað við vængmanninn Luis Diaz að sögn umboðsmanns leikmannsins, Carlos van Strahalen.

Diaz hefur vakið mikla athygli með liði Porto í Portúgal en hann er 24 ára gamall og er einnig landsliðsmaður Kólumbíu.

Liverpool hefur verið sterklega orðað við Diaz síðustu vikur en sem og önnur lið í Evrópu sem fylgjast með gangi mála.

„Þetta er eðlilegt. Ef leikmaður spilar vel, ef hann byrjar að standa upp úr, ef flestir telja hann besta leikmann portúgölsku deildarinnar, ef hann er markahæsti leikmaðurinn og er að spila vel í Meistaradeildinni þá er þessi áhugi eðlilegur," sagði Van Strahalen.

Diaz er markahæsti leikmaður Portúgals þessa stundina en hann hefur gert níu mörk í aðeins 11 leikjum og þá 11 mörk í 16 leikjum í heildina.

Fyrir aðeins tveimur árum lék Diaz með Junior í heimalandinu Kólumbíu en var ekki lengi að stimpla sig inn í nýju umhverfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner