Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. nóvember 2021 07:00
Victor Pálsson
Alves: Mikill heiður að vera kominn aftur
Mynd: Getty Images
Dani Alves, leikmaður Barcelona, hefur tjáð sig eftir að hafa skrifað undir samning við félagið á ný eftir fimm ára fjarveru.

Alves var síðast hjá Sao Paulo í heimalandinu en er nú genginn í raðir Barcelona á ný 38 ára að aldri til að hjálpa félaginu á erfiðum tímum.

Alves mun klæðast treyju númer átta á næsta ári og bendir mikið til þess að hann muni spila á miðjunni frekar en í bakverði eins og áður fyrr.

Metnaðurinn er mikill í Brasilíumanninum sem mun berjast fyrir sínu byrjunarliðssæti með kjafti og klóm.

„Það er ánægjulegt að vera mættur aftur hingað eftir svo langan tíma. Að vera kominn aftur er mikill heiður og það er gaman að geta deilt því með ykkur," sagði Alves.

„Ég kem til að læra af ykkur í dag, nýja heiminum. Ég vil sýna hvað það þýðir að klæðast þessari treyju og spila fyrir þetta félag. Ég hef verið erlendis og það er besti staðurinn til gera góða hluti, til að lifa lífinu."

„Þú ert hér; njóttu þess því það er ekkert betra þarna úti. Það er ánægjulegt að vera hér með ykkur. Ég er kominn aftur til að afreka hluti."
Athugasemdir
banner
banner