Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. nóvember 2021 12:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birkir Már hrifinn af gælunafninu - „Gummi Ben keyrir þetta áfram"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, var í ítarlegu spjalli hér á Fótbolta.net í vikunni er hann fór yfir frábæran feril með Sæbirni Steinke.

Birkir er nýhættur með íslenska landsliðinu en hann lék alls 103 landsleiki en hans síðasti var gegn Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði.

Hann var spurður út í hvaðan skemmtilega gælunafnið, Vindurinn, kom.

„Gummi Ben er búinn að keyra þetta áfram. Ég þori ekki að fullyrða neitt en mér finnst eins og Baldur Aðalsteinsson hafi komið með þetta fyrst, þeir eiga kannski eftir að rífast um það en mig grunar að Baldur hafi komið með þetta fyrst en Gummi er búinn að keyra þetta í gegn í mörg ár. Ég er mjög hrifinn af því, gaman af þessu, skemmtilegt viðurnefni."

Hann segir frá því að nafnið hafi komið fyrst í kringum 2006 þegar Gummi kom í Val en hafi farið almennilega á flug þegar Gummi fór að nota það í lýsingum seinna meir.

Birkir hefur ekki aðeins gengist undir nafninu Vindurinn en hann fékk nafnið Megaviku Birkir eftir að hann skoraði fjöldan allan af mörkum í miðri Megaviku Dominos.

„Það kom ein vika, það var víst Megavika sem ég vissi ekki þá. Ég skoraði fjögur mörk á einni viku. Það voru einu mörkin mín á tímabilinu. Þetta var látið líta út eins og ég væri einhver rosa markaskorari en þetta kom allt í einni viku. Svo kom mark í landsleik rétt á eftir, ég var heitur á þessum tímapunkti, fyndið að það hafi verið í Megaviku, nú búast allir við mörkum þegar Megavikan kemur."
Birkir Már - Farið yfir ferilinn með Vindinum
Athugasemdir
banner
banner
banner