Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. nóvember 2021 08:30
Victor Pálsson
Boateng: Ég er kóngurinn
Mynd: Getty Images
Það hefur aldrei vantað sjálfstraustið í sóknarmanninn Kevin-Prince Boateng sem er mættur aftur til Hertha Berlin eftir margra ára fjarveru.

Boateng lék með Hertha frá 1994 til 2007 áður en hann samdi við Tottenham og lék síðar með liðum á borð við AC Milan, Genoa, Schalke, Frankfurt, Sassuolo og Fiorentina.

Það er ansi líklegt að Boateng sé búinn að semja við sitt síðasta félag en hann er 34 ára gamall og gæti vel endað ferilinn heima.

Sjálfstraustið er mikið hjá þessum skemmtilega leikmanni sem ræddi við blaðamenn um endurkomuna til Hertha.

„Ég er kóngurinn. Á góðan hátt! Ég hlusta, ég tala, ég hjálpa, ég er grínistinn og söngvarinn. Ég geri allt en ég er kóngurinn," sagði Boateng.

„Ég hef séð svo mikið sem hefur hjálpað mér á ferlinum því það er svo mikið sem ég sé núna sem ég hef upplifað áður."

Boateng talaði svo um miðjumanninn Manuel Locatelli en þeir voru saman hjá Sassuolo. Í dag leikur Locatelli með Juventus og hefur því náð ansi langt á stuttum tíma.

Boateng segist hafa hjálpað Locatelli er þeir voru saman og hrósar Ítalanum fyrir að hlusta á góð ráð.

„Það fyllir mig af stolti að geta hjálpað einhverjum að komast á stað sem þeir vissu ekki að þeir gætu komist á."

„Núna er hann hjá Juventus og er einn besti miðjumaðurinn því hann var gáfaður og hlustaði."
Athugasemdir
banner
banner