Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. nóvember 2021 16:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Baulað á Solskjær í leikslok
Mynd: Getty Images
Það var boðið uppá markaveislu og óvænt úrslit í enska boltanum í dag.

Það er spurning hvort Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United sé búinn að stýra sínum síðasta leik hjá félaginu en liðið tapaði gegn Watford.

Joshua King kom Watford eftir um hálftíma leik. Ismaila Sarr bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks. Donny Van De Beek kom inná í hálfleik og hann minnkaði muninn fyrir United strax á 50. mínútu.

Harry Maguire fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 70. mínútu. Joao Pedro og Emmanuel Dennis skoruðu sitt markið hvor í uppbótartíma. 4-1 lokatölur!

Burnley og Crystal Palace gerðu 3-3 jafntefli. Benteke skoraði tvö fyrir Palace. Newcastle og Brentford gerðu einnig 3-3 jafntefli.

Raul Jimenez skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Wolves gegn West Ham.

Stjórarnir sem voru að stýra nýjum liðum í fyrsta sinn nældu í þrjú stig. Aston Villa undir stjórn Steven Gerrard vann Brighton. Ollie Watkins kom liðinu yfir á 84. mínútu og Tyrone Mings bætti öðru markinu við fimm mínútum síðar. Norwich undir stjórn Dean Smith fyrrum stjóra Villa vann Southampton 2-1.

Aston Villa 2 - 0 Brighton
1-0 Ollie Watkins ('84 )
2-0 Tyrone Mings ('89 )

Burnley 3 - 3 Crystal Palace
0-1 Christian Benteke ('8 )
1-1 Ben Mee ('19 )
2-1 Chris Wood ('27 )
2-2 Christian Benteke ('36 )
2-3 Marc Guehi ('41 )
3-3 Maxwel Cornet ('49 )

Newcastle 3 - 3 Brentford
1-0 Jamaal Lascelles ('10 )
1-1 Ivan Toney ('11 )
1-2 Rico Henry ('31 )
2-2 Joelinton ('39 )
3-2 Jamaal Lascelles ('61 , sjálfsmark)
4-2 Allan Saint-Maximin ('75 )

Norwich 2 - 1 Southampton
0-1 Che Adams ('4 )
1-1 Teemu Pukki ('7 )
2-1 Grant Hanley ('79 )

Watford 3 - 1 Manchester Utd
0-0 Ismaila Sarr ('13 , Misnotað víti)
1-0 Joshua King ('28 )
2-0 Ismaila Sarr ('44 )
2-1 Donny van de Beek ('50 )
3-1 Joao Pedro ('90 )
4-1 Emmanuel Dennis ('90 )
Rautt spjald: Harry Maguire, Manchester Utd ('69)

Wolves 1 - 0 West Ham
1-0 Raul Jimenez ('58 )
Athugasemdir
banner
banner
banner