Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. nóvember 2021 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes: Það var ljóst snemma að Lingard myndi ekki koma
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard leikmaður Manchester United var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð og stóð sig vel.

Hann var orðaður við West Ham í sumar og Lundúnarliðið var tilbúið að kaupa hann fyrir 30 milljónir punda.

David Moyes sagði að Solskjær hafi ekki verið tilbúinn að leyfa Lingard að fara.

„Ole gerði mér það ljóst snemma að hann vildi halda honum. Svo ég vissi mjög snemma í glugganum að hann myndi vera áfram hjá United."

„Lingard var hjá okkur í stuttan tíma en hann lagði mikið af mörkum fyrir liðið, innan sem utanvallar. Við nutum þess að hafa hann. Hann var frábær en Solskjær sagði mér að hann vildi hafa Lingard, þannig fór það."

Þrátt fyrir það hefur Lingard aðeins spilað 63 mínútur í deildinni og hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá United í 22 mánuði.
Athugasemdir
banner
banner