Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. desember 2021 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Örfá eintök eftir af bók Garðars - Rauði Baróninn
Mynd: Rauði bróninn
Í bókinni Rauðibaróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar fer Garðar Örn Hinriksson yfir feril sinn sem knattspyrnudómarinn Rauði Baróninn sem stóð yfir í um 30 ár.

„Sagan hefst á Stokkseyri árið 1985 þegar ég, þá á 14. ári, er spurður að því hvort ég hefði áhuga á því að prófa að vera línuvörður í einum leik. Eftir það varð ekki aftur snúið," segir Garðar.

„Ég steinféll fyrir starfinu. 13 árum síðar var ég orðinn efstudeildardómari, eitthvað sem mig dreymdi um að
verða en átti aldrei von á."

„Það var margt og mikið sem gerðist innan sem utanvallar á þeim tíma sem ég dæmdi knattspyrnu og fer ég yfir það helsta í bókinni: Upphafið á þessu dómarabrölti mínu, fyrirmyndir, hatur, slagsmál, raðspjöldin, mistök og margt fleira. Sem dómari með próf dæmdi ég frá árinu 1989 til ársins 2016. Frá árinu 1998 var ég efstudeildardómari og í nokkur ár var ég alþjóðlegur knattspyrnudómari. Leikirnir í efstu deild karla urðu 175 talsins ásamt því að dæma bikarúrslitaleiki karla- og kvenna. Samtals þrisvar sinnum."

„Ég var ekki hluti af þeirri pólitík sem fylgir því að vera dómari. Ég fór mínar eigin leiðir sem voru ekki alltaf vinsælar hjá knattspyrnusambandinu. Þar á bæ þoldu menn til dæmis ekki þegar ég fór í viðtöl hjá stærstu fréttamiðlum landsins og tjáði mig um dómgæslu og annað sem tengdist knattspyrnu."

„Ég náði meira að segja því að vera settur í ótímabundið bann af fyrrverandi framkvæmdarstjóra sambandsins eftir eitt viðtalið. Á endanum var okkur dómurunum síðan bannað að fara í viðtöl, líklega mér að kenna. Síðar varð það aftur leyft, líklega vegna þess að ég var hættur."


Aðeins örfá eintök eru eftir af bókinni. Vertu í bandi [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner