Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. nóvember 2021 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richards: Villa verður betra undir stjórn Gerrard
Mynd: Getty Images
Aston Villa mætir Brighton í dag en það verður fyrsti leikur Steven Gerrard sem stjóri félagsins.

Gerrard tók við liðinu á dögunum eftir að Dean Smith var rekinn. Liðið hafði tapað fimm leikjum í röð.

Micah Richards fyrrum varnarmaður Man City og sérfræðingur á Sky Sports hefur mikla trú á Villa undir stjórn Gerrard.

„Ég veit að hann fer í mestu smáatriði bakvið tjöldin. Ég hef heyrt sögu af því að hann hafi hringt í umboðsmann og sagt honum stöðuna hjá ákveðnum leikmanni innan hópsins. Hann sagði honum af hverju hann væri ekki að spila en lofaði spiltíma innan tveggja vikna. Hann stóð við orðin, umboðsmaðurinn var hissa, hann hafði aldrei fengið svona símtal áður."

„Þetta kom mér ekkert á óvart, ég veit hvaða mann hann hefur að geyma, hann vill styrkja menn og gera þá betri. Aston Villa verður betra undir hans stjórn."
Athugasemdir
banner
banner
banner