Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 20. nóvember 2021 09:10
Fótbolti.net
Stóru málin og enski á X977 í dag
Vanda verður á línunni.
Vanda verður á línunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á X977 í dag milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum. Afreksíþróttamaðurinn Tómas Þór er að keppa á badminton-móti en Sæbjörn Steinke verður með Elvari Geir í þættinum og skoða þeir allar helstu fréttir vikunnar.

- Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ verður á línunni en hún ræðir meðal annars stöðu Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara og verkefni sín um þessar mundir.

- Kristján Atli Ragnarsson sérfræðingur um enska boltann skoðar það sem er mest spennandi í úrvalsdeildinni nú þegar landsleikjaglugginn er loks að baki.

- Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ ræðir um íslenska dómgæslu í stærri úrvalsdeild og hvort íslenski boltinn sé kominn eitthvað nær því að taka upp VAR.

- Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA dýfir sér enn frekar í þá umræðu sem hefur verið í gangi um hvort mikilvægt sé að taka upp afreksþjálfun í ríkari mæli hér á landi.

Verður þema í tónlistinni? Já. Háskólarokk.

Hlustaðu á útvarpsþáttinn Fótbolti.net alla laugardaga á X977 milli 12 og 14. Smelltu hér til að hlusta á þáttinn í beinni.
Athugasemdir
banner
banner