lau 20. nóvember 2021 13:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sturridge spilaði sinn fyrsta leik í tæp tvö ár
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge sem sló í gegn hjá Liverpool á árunum 2013-2019 hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.

Hann fékk fjögurra mánaða bann frá allri fótboltaiðkun árið 2020 fyrir að ráðleggja bróður sínum að veðja á að hann færi til Sevilla.

Hann var þá leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi en félagið rifti samningnum við leikmanninn í kjölfarið.

Hann skrifaði síðan undir samning við Perth Glory frá Ástralíu í október síðastliðinn. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag er hann kom inná sem varamaður undir lok leiksins í 1-1 jafntefli gegn Adelaide United.

Hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner