Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mán 20. nóvember 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk sér veglegt staup með stuðningsmönnunum
Mynd: EPA
Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool á Englandi, fagnaði með stuðningsmönnum Ungverjalands í síðasta leiknum í undankeppni Evrópumótsins í gær.

Szoboszlai skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í 3-1 sigri á Svartfjallalandi og var því viðeigandi að fagna því með hörðustu stuðningsmönnunum.

Þeir buðu honum upp á staup af Pálinka, sem er einn af vinsælustu drykkjum Ungverja, en það er brandí sem er verkað úr ávöxtum.

Ungverjinn hélt síðan áfram að fagna með stuðningsmönnunum eftir sigurinn.

Szoboszlai og félagar í Ungverjalandi spila á Evrópumótinu í Þýskalandi á næsta ári en það verður í fimmta sinn sem þjóðin spilar á mótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner