Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. desember 2022 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Di María stóð við loforðið - „Ég skora og við verðum meistarar"
Angel Di María skoraði og fiskaði víti í leiknum
Angel Di María skoraði og fiskaði víti í leiknum
Mynd: EPA
Argentínski heimsmeistarinn Angel Di María var viss um að hann myndi vinna HM í Katar, svo viss að hann sendi eiginkonu sinni skilaboð og fullyrti að það yrði að veruleika.

Di María byrjaði fyrstu þrjá leikina en glímdi svo við smávægileg meiðsli og datt því úr liðinu.

Hann fékk hins vegar kallið í úrslitaleiknum og nýtti það svo sannarlega. Di María fiskaði vítaspyrnuna sem kom Argentínu yfir og þá gerði hann annað markið í leiknum með góðu skoti yfir öxlina á Hugo Lloris.

Áhrif hans á leikinn voru bersýnileg en argentínska liðið var ekki það sama eftir að hann fór af velli. Þó hafðist sigur og má segja að Di María hafi vitað að þetta myndi gerast.

Eiginkona hans birti skilaboðin sem Di María sendi henni og var hann með allt í teskeið.

„Ástin mín, ég mun verða meistari. Það skrifað í skýin. Ég mun skora mark og þetta er skrifað í söguna eins og með Maracana og Wembley. Farðu og njóttu morgundagsins því við verðum meistarar af því að allir 26 leikmennirnir hér og fjölskyldur okkar eiga það skilið,“ sagði Di María sigurviss.
Athugasemdir
banner
banner