þri 20. desember 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein af Ljónynjunum kemur til greina sem íþróttamaður ársins
Mead fagnar marki á EM.
Mead fagnar marki á EM.
Mynd: EPA
Beth Mead, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, er ein af sex einstaklingum sem kemur til greina sem íþróttamaður ársins á Bretlandseyjum.

Hún er sú eina sem tengist fótbolta sem er á listanum, og er ekki annað hægt en að segja en það sé verðskuldað.

Mead átti stórkostlegt ár þar sem það stóð helst upp úr að hún hjálpaði Englandi að vinna EM á heimavelli.

Hún var valin besti leikmaður mótsins þar sem hún skoraði sex mörk og lagði upp fimm fyrir enska liðið.

Mead er að berjast um verðlaunin við krikketleikarann Ben Stokes og snókermeistarann Ronnie O'Sullivan. Þá koma Jessica Gadirova (fimleikar), Jake Wightman (frjálsar íþróttir) og Eve Muirhead (krulla) einnig til greina.

Það verður tilkynnt um sigurvegara annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner