Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. desember 2022 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Sigur í fyrsta leik Lopetegui - Leicester, Newcastle og Southampton áfram
Raul Jimenez skoraði fyrra mark Wolves
Raul Jimenez skoraði fyrra mark Wolves
Mynd: Getty Images
Youri Tielamans var fyrirliði í 3-0 sigri Will Ferrell
Youri Tielamans var fyrirliði í 3-0 sigri Will Ferrell
Mynd: EPA
Leicester City, Newcastle, Southampton og Wolves eru öll komin áfram í 8-liða úrslit enska deildabikarsins eftir góða sigra í kvöld.

Julen Lopetegui var að stýra Wolves í fyrsta sinn síðan hann tók við liðinu og byrjaði liðið á 2-0 sigri á Gillingham.

Mexíkóski framherjinn Raul Jimenez skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 77. mínútu. Hwang Hee-chan var tekinn niður í teignum og það eina rétta að dæma víti. Jimenez gerði svo annað mark sitt í keppninni á tímabilinu.

Rayan Ait-Nouri gulltryggði svo sigurinn undir lok leiks með góðu skoti framhjá Jake Turner og Wolves áfram í 8-liða úrslit.

Leicester var ekki í vandræðum með MK Dons. Leicester vann 3-0 sigur og voru það Youri Tielemans og Ayoze Perez sem gerðu mörk Leicester í fyrri hálfleik áður en enski framherjinn Jamie Vardy innsiglaði hann snemma í þeim síðari.

Newcastle United vann Bournemouth, 1-0. Eina mark leiksins var sjálfsmark Adam Smith á 67. mínútu. Callum Wilson var að gera sig líklegan til að skora en Smith var fyrri til og stangaði boltann í eigið net. Það reyndist eina mark leiksins og Bournemouth þvi úr leik.

Southampton átti þá endurkomusigur gegn Lincoln City, 2-1. Gavin Bazunu, markvörður Southampton, varð fyrir því óláni að koma boltanu, í eigið net í byrjun leiks en tvö mörk frá Che Adams snéri dæminu við og létt yfir úrvalsdeildarliðinu.

Úrslit og markaskorarar:

Milton Keynes Dons 0 - 3 Leicester City
0-1 Youri Tielemans ('18 )
0-2 Ayoze Perez ('29 )
0-3 Jamie Vardy ('50 )

Wolves 2 - 0 Gillingham
1-0 Raul Jimenez ('77 , víti)
2-0 Rayan Ait Nouri ('90 )

Newcastle 1 - 0 Bournemouth
1-0 Adam Smith ('67 , sjálfsmark)

Southampton 2 - 1 Lincoln City
0-1 Gavin Bazunu ('2 , sjálfsmark)
1-1 Che Adams ('25 )
2-1 Che Adams ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner