Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. desember 2022 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Festi mynd af Mbappe á dúkku og kastaði til Martínez
Emiliano Martínez
Emiliano Martínez
Mynd: EPA
Leikmenn argentínska landsliðsins hafa skemmt sér konunglega í Buenos Aires í dag en liðið hefur verið í opinni rútuferð um borgina og fagnaði með landsmönnum.

Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hefur farið mikinn í fögnuðinum síðustu daga.

Hann bauð upp á sérstakt látbragð er hann tók við verðlaunum sem besti markvörður mótsins áður en hann hélt inn í klefa og kallaði eftir mínútuþögn fyrir Kylian Mbappe.

Einn stuðningsmaður Argentínu tók upp á því að festa mynd af Mbappe á dúkku og kastaði til Martínez í rútuferðinni.

Martínez var sáttur með manninn og tók við dúkkunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Það á aldeilis að nudda salti í sárin hjá franska sóknarmanninum.


Athugasemdir
banner
banner