
Leikmenn argentínska landsliðsins hafa skemmt sér konunglega í Buenos Aires í dag en liðið hefur verið í opinni rútuferð um borgina og fagnaði með landsmönnum.
Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hefur farið mikinn í fögnuðinum síðustu daga.
Hann bauð upp á sérstakt látbragð er hann tók við verðlaunum sem besti markvörður mótsins áður en hann hélt inn í klefa og kallaði eftir mínútuþögn fyrir Kylian Mbappe.
Einn stuðningsmaður Argentínu tók upp á því að festa mynd af Mbappe á dúkku og kastaði til Martínez í rútuferðinni.
Martínez var sáttur með manninn og tók við dúkkunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Það á aldeilis að nudda salti í sárin hjá franska sóknarmanninum.
Emi Martinez holding a baby with a picture of Mbappe’s face over it ???? pic.twitter.com/5rxbRv08Ia
— george (@StokeyyG2) December 20, 2022
Athugasemdir