Króatíski markvörðurinn Dominik Livakovic er eftirsóttur eftir að hafa leikið mjög vel á HM í Katar.
Livakovic, sem er 27 ára, er á mála hjá Dinamo Zagreb í heimalandinu en verður það eflaust ekki mikið lengur.
Hann hefur verið orðaður við Bayern München í Þýskalandi en ítalskir fjölmiðlar segja núna frá því að Juventus sé að blanda sér í baráttuna um hann.
Pólski landsliðsmarkvörðurinn Wojciech Szczesny er aðalmarkvörður Juventus en Livakovic gæti komið inn í baráttu við hann.
Livakovic var gífurlega góður á HM og ein helsta ástæðan fyrir því að Króatar fóru alla leið í undanúrslit.
Athugasemdir