Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti FIFA vill halda HM á þriggja ára fresti
Gianni Infantino
Gianni Infantino
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambands FIFA, vill halda heimsmeistaramótið á þriggja ára fresti en þetta kemur fram í frétt Daily Mail.

Forsetinn er sagður í skýjunum með hversu vel heppnað mótið í Katar var, bæði hvernig það spilaðist og hagnaður sambandsins en tekjur mótsins voru 840 milljón pundum meira en frá síðasta móti.

Tekjurnar af mótinu í Katar voru 6,2 milljarð punda og er það nýtt met.

Infantino er sannfærður um að það hagnist öllum að hafa mótið á þriggja ára fresti.

Þá telur hann það hafa breytt leiknum að halda mótið á miðju tímabili og yfir vetrartímann, sem sýnir að íþróttin geti haldið áfram að hnattvæða íþróttina og leyft henni að vaxa.

Langtímaplan Infantino er að halda mótið á þriggja ára frest og keppnir á borð við HM félagsliða og Evrópumótið yrði þá ekki spilað á sama ári.

Það má þó ekki búast við þessum breytingum fyrr en í fyrsta lagi eftir HM 2030, en viðræður við hluthafa um dagskrána frá 2024 til 2030 eru svo gott sem frágengnar.

Infantino gæti þó lent á vegg með þessa hugmynd um HM á þriggja ára fresti þrátt fyrir stuðning frá Afríku og Asíu. UEFA og CONMEBOL samböndin höfnuðu hugmynd Arsene Wenger um að halda mótið á tveggja ára fresti og ólíklegt að þau samþykki þessa nýju tillögu.

FIFA neitaði að tjá sig þegar Daily Mail sóttist eftir viðbrögðum.
Athugasemdir
banner
banner