Glódís Perla Viggósdóttir er í liði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu. Það var frammistaða hennar í 0-4 sigrinum gegn gömlu félögunum í Rosengård sem skilar henni í liðið.
Þetta er aðra umferðina í röð þar sem Glódís kemst í lið vikunnar í Meistaradeildinni sem er frábær árangur.
Hún var líka í liði umferðarinnar eftir stórkostlegan sigur á Barcelona fyrr í þessum mánuði.
Saki Kumagai, sem lék með Glódísi í hjarta varnarinnar gegn Rosengård, kemst einnig í liðið.
Glódís var í gær valin fótboltakona ársins á Íslandi í fyrsta skipti.
Glódís Perla Viggósdóttir, Georgia Stanway and Saki Kumagai in Sofascore's UWCL Team of the Week pic.twitter.com/j5ZyNkr7YC
— Bayern Frauen (@miasanfrauen) December 18, 2022
Athugasemdir