Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   þri 20. desember 2022 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Gríðarleg stemning í Buenos Aires - Tæplega sex milljón manns á götum borgarinnar
Stemningin er gríðarleg í Buenos Aires
Stemningin er gríðarleg í Buenos Aires
Mynd: EPA
Það var vel tekið á móti argentínska landsliðinu er það snéri aftur til Argentínu í dag en opin rúta keyrði um Buenos Aires, höfuðborg landsins.

Argentína er heimsmeistari eftir að hafa unnið Frakkland eftir vítakeppni, 4-2.

Þetta var þriðji heimsmeistaratitill Argentínu og sá fyrsti síðan 1986 og gleðin því mikil í Argentínu.

Heimamenn hafa fagnað síðustu daga og í dag var lýst yfir almennum frídegi svo landsmenn gátu farið á götur Buenos Aires og tekið á móti landsliðinu.

Talið er að 5,5 milljón manns hafi látið sjá sig í kjarna Buenos Aires en myndbönd af því má sjá hér fyrir neðan. Það var svo mikið af fólki að þyrla þurfti að fljúga með leikmenn yfir broddsúluna í borginni.






Athugasemdir
banner
banner
banner