
Spánverjinn Pedro Vazquez hefur yfirgefið herbúðir Aftureldingu eftir tvö tímabil með félaginu.
Vazquez var mjög svo öflugur í fyrra en átti ekki alveg eins gott tímabil núna í ár.
Vazquez var mjög svo öflugur í fyrra en átti ekki alveg eins gott tímabil núna í ár.
Hann hefur tilkynnt það á samfélagsmiðlum að hann sé hættur að spila fótbolta sem atvinnumaður, 33 ára gamall. „Nýtt líf. Ég mun halda áfram að spila en á öðruvísi hátt," skrifar Vazquez.
Vazquez er uppalinn hjá Celta Vigo sem er spænskt úrvalsdeildarfélag. Hann á tæplega 300 leiki að baki í spænsku C-deildinni auk leikja í B-deildinni.
Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að hann ætli að halda áfram að spila en hann muni gera það sem áhugamaður, ekki sem atvinnumaður. Fótboltinn verður sem sagt ekki lengur hans fyrsta vinna.
Athugasemdir