Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 20. desember 2022 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættur að spila sem atvinnumaður eftir tíma sinn á Íslandi
Lengjudeildin
Pedro Vazquez í leik með Aftureldingu.
Pedro Vazquez í leik með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Pedro Vazquez hefur yfirgefið herbúðir Aftureldingu eftir tvö tímabil með félaginu.

Vazquez var mjög svo öflugur í fyrra en átti ekki alveg eins gott tímabil núna í ár.

Hann hefur tilkynnt það á samfélagsmiðlum að hann sé hættur að spila fótbolta sem atvinnumaður, 33 ára gamall. „Nýtt líf. Ég mun halda áfram að spila en á öðruvísi hátt," skrifar Vazquez.

Vazquez er uppalinn hjá Celta Vigo sem er spænskt úrvalsdeildarfélag. Hann á tæplega 300 leiki að baki í spænsku C-deildinni auk leikja í B-deildinni.

Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að hann ætli að halda áfram að spila en hann muni gera það sem áhugamaður, ekki sem atvinnumaður. Fótboltinn verður sem sagt ekki lengur hans fyrsta vinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner