þri 20. desember 2022 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Jón Dagur lagði upp í tapi Leuven
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af bekknum og lagði upp mark í 3-1 tapi fyrir Kortrijk í 16-liða úrslitum belgíska bikarsins í kvöld.

Jón Dagur kom við sögu á 64. mínútu leiksins er liðið var undir með einu marki. Leuven hafði fengið rautt spjald stuttu áður.

Kortrijk bætti við tveimur mörkum áður en Jón Dagur lagði upp eina mark Leuven undir lok leiksins.

Þetta var fyrsta stoðsending Jóns Dags á tímabilinu en því miður er Leuven úr leik í bikarnum þetta árið.

Leuven er í ágætis málum í deildinni en það situr í 8. sæti með 25 stig.


Athugasemdir
banner
banner