Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Kante á leið til Barcelona?
N'Golo Kante
N'Golo Kante
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona er að nálgast samkomulag við franska miðjumanninn N'Golo Kante en það er spænski vefmiðillinn Sport sem greinir frá.

Kante, sem er 31 árs gamall, verður samningslaus eftir tímabilið en Chelsea er aðeins til í að bjóða honum tveggja ára samning.

Leikmaðurinn er að leitast eftir því að fá þriggja ára samning en Chelsea er ekki reiðubúið að ganga svo langt í viðræðunum.

Þó hann hafi verið gríðarlega mikilvægur í liði Chelsea síðustu ár þá hafa meiðsli hrjáð hann síðasta eina og hálfa árið.

Kante hefur aðeins spilað tvo leiki á þessu tímabili og er áfram á meiðslalistanum en hann verður ekki klár fyrr en í febrúar.

Sport greinir frá því að hann sé reiðubúinn að róa á önnur mið og er talið að Barcelona sé nálægt því að ná samkomulagi við Kante.

Xavi, þjálfari Barcelona, vill styrkja miðjuna, en framtíð Frenkie de Jong er óljós og þá styttist í að Sergio Busquets leggi skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner