þri 20. desember 2022 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsfélögin munu opna Bestu deildina á næsta ári
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var verið að gefa út drög að leikjaniðurröðun fyrir Bestu deild karla á næstu leiktíð.

Deildin hefst viku fyrr á næsta ári og er stefnan sett á að ljúka deildinni mun fyrr núna, eða 7. október. Deildinni lauk í lok október núna í ár.

Opnunarleikur deildarinnar verður svo sannarlega áhugaverður - baráttan um Kópavog - þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks og nýliðar HK munu eigast við. Það er alltaf athyglisvert að sjá þegar þessi lið mætast.

Svona á 1. umferð að líta út:
Breiðablik - HK
KA - KR
Valur - ÍBV
Fylkir - Keflavík
Stjarnan - Víkingur
Fram - FH

Hægt er að sjá drög að leikjaniðurröðun með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner