þri 20. desember 2022 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalandsliðið tekur þátt á æfingamóti í febrúar
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins.
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrstu leikir íslenska kvennalandsliðsins á næsta ári verða um miðjan febrúar á næsta ári þegar liðið tekur þátt í Pinatar Cup á Spáni.

Þetta verða fyrstu leikir liðsins eftir vonbrigðin í nóvember er liðið tapaði gegn Portúgal í umspili fyrir HM.

Um er að ræða fjögurra liða mót, en einnig taka Skotland, Wales og Filippseyjar þátt í því. Filippseyjar er eina þátttökuþjóðin á mótinu sem verður á HM næsta sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt í Pinatar Cup. Fyrra skiptið var árið 2020 þegar liðið mætti Skotlandi, Úkraínu og Norður Írlandi.

Mótið fer fram frá 13. til 21. febrúar á næsta ári.

Næsta stóra verkefni hjá landsliðinu er svo undankeppni EM en fyrirkomulagið fyrir undankeppnina verður með öðruvísi sniði núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner