Manchester United er staðráðið í því að landa hollenska landsliðsmanninum Cody Gakpo í janúar.
Þetta kemur fram hjá Talksport en fjölmiðillinn kveðst hafa öruggar heimildir fyrir þessu.
Þetta kemur fram hjá Talksport en fjölmiðillinn kveðst hafa öruggar heimildir fyrir þessu.
Jafnframt kemur fram að PSV Eindhoven, félagið sem Gakpo spilar fyrir, sé tilbúið að hlusta á tilboð í kringum 45 milljónir punda.
Gakpo er 23 ára gamall og búinn að skora 13 mörk og leggja upp 17 í 24 leikjum með PSV á tímabilinu. Hann er búinn að vera besti leikmaður hollenska boltans á leiktíðinni.
Hann var valinn í hollenska landsliðshópinn og skoraði mark á leik í riðlakeppni HM. Hann endaði mótið með þrjú mörk í fimm leikjum þar sem Holland tapaði 8-liða úrslitunum í vítaspyrnukeppni gegn Argentínu.
Athugasemdir