Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. desember 2022 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd getur keypt Gakpo á 45 milljónir punda í janúar
Cody Gakpo.
Cody Gakpo.
Mynd: Getty Images
Manchester United er staðráðið í því að landa hollenska landsliðsmanninum Cody Gakpo í janúar.

Þetta kemur fram hjá Talksport en fjölmiðillinn kveðst hafa öruggar heimildir fyrir þessu.

Jafnframt kemur fram að PSV Eindhoven, félagið sem Gakpo spilar fyrir, sé tilbúið að hlusta á tilboð í kringum 45 milljónir punda.

Gakpo er 23 ára gamall og búinn að skora 13 mörk og leggja upp 17 í 24 leikjum með PSV á tímabilinu. Hann er búinn að vera besti leikmaður hollenska boltans á leiktíðinni.

Hann var valinn í hollenska landsliðshópinn og skoraði mark á leik í riðlakeppni HM. Hann endaði mótið með þrjú mörk í fimm leikjum þar sem Holland tapaði 8-liða úrslitunum í vítaspyrnukeppni gegn Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner