Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. desember 2022 00:39
Brynjar Ingi Erluson
Napoli ætlar ekki að selja „Kvaradona"
Khvicha Kvaratskhelia
Khvicha Kvaratskhelia
Mynd: EPA
Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia fer ekki frá Napoli í janúarglugganum en þetta staðfestir Cristiano Guintoli, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, í viðtali við SportExpress.

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United var sagt undirbúa tilboð í Kvaratskhelia, sem hefur fengið viðurnefnið „Kvaradona“ fyrir magnaða frammistöðu sína með Napoli.

Napoli ætlar ekki að selja einn besta leikmann liðsins og kemur ekki til greina að hann fari í janúar.

Hann er ósnertanlegur að mati Napoli og getur Newcastle því leitað annað.

„Nei, það er ekki fræðilegur að við leyfum honum að fara. Hann verður áfram hjá okkur sama hvað,“ sagði Guintoli.

Síðan hann samdi við Napoli hefur hann skorað 8 mörk og lagt upp tíu.
Athugasemdir
banner
banner