Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. desember 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningi Isco rift eftir aðeins fjóra mánuði
Isco.
Isco.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Isco er á förum frá Sevilla eftir aðeins um fjóra mánuði hjá félaginu.

Isco gekk í raðir Sevilla í ágúst síðastliðnum eftir að hafa verið varaskeifa hjá Real Madrid um margra ára skeið.

Hann skrifaði undir samning við Sevilla til 2026 en á næstu dögum verður þeim samningi rift. Það er Revelvo á Spáni sem greinir frá þessum tíðindum.

Monchi, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Sevilla, var ekki sannfærður um Isco en fékk hann samt sem áður til félagsins þar sem Julen Lopetegui, þáverandi þjálfari Sevilla, var hrifinn af leikmanninum. Núna er Lopetegui farinn og Isco er ekki í stóru hlutverki. Samband Isco við félagið er ekki gott; hann vildi fara og félagið vildi losna við hann.

Isco, sem er þrítugur, kemur til með að finna sér nýtt félag í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner