Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. desember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu viðbrögð þjálfarans eftir sigurinn - Brotnaði niður er hann sá Paredes
Mynd: EPA
Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins, virkaði tilfinningalaus eftir að Argentína vann Frakkland í úrslitum heimsmeistaramótsins á sunnudaginn en hann átti eftir að meðtaka það sem gerðist.

Gonzalo Montiel skoraði úr úrslitaspyrnu Argentínu og vann þannig þriðja heimsmeistaratitil þjóðarinnar.

Scaloni tók við þjálfun argentínska liðsins árið 2018 eftir að Jorge Sampaoli var látinn fara.

Hann hafði þá áður þjálfað U18 ára liðið og áttu hann og Pablo Aimar að taka tímabundið við A-landsliðinu. Margir gagnrýndu þá ákvörðun að halda Scaloni, en hann náði að stilla saman strengi og þremur árum síðar vann hann Copa America með liðinu.

Það var fyrsti titill Lionel Messi með landsliðinu og fylgdi Scaloni því á eftir með að vinna fyrsta heimsmeistaramót þjóðarinnar í 36 ár.

Eftir að Montiel skoraði úr úrslitavítinu sýndi Scaloni lítil sem engin viðbrögð og tók sér sæti á varamannabekknum á meðan hann var að meðtaka allt sem hafði gerst.

Það var ekki fyrr en Leandro Paredes, leikmaður liðsins, kom upp að honum sem Scaloni leyfði tárunum að streyma.


Athugasemdir
banner
banner
banner